Tuesday, March 25, 2008

Smá sýnishorn

Þetta er það sem ég er að leika mér að þegar ég hef tíma. Þetta eru allt myndir sem ég hef tekið sjálfur og síðan breitt í Photoshop.
1. Þetta eru börnin mín blönduð saman. Ætli þriðja barnið verði ekki svona útlítandi.
Hvort þeirra sjáið þið betur?

2. Hér erum við síðasta sumar undir Eyjafjöllum. Ég náði mynd af blóðrauðum himninum út um svaladyrnar á Ökrum, yfir Úlfarsfelli og bætti honum inná.




















3.Hér er svo Jón Óli á dranganum við Skarðshlíð að smita út sjarmanum og persónutöfrunum sem hann fékk í vöggugjöf. Sami rauði himininn og á mynd 2

4. Þetta er stytta í Glyptotekinu (safn) við tívolíið sem ég eignaði mér.

5. Við Hildur skruppum í búð á Enghavevej um daginn og þar var auður stór veggur með einu andliti á og við nánari athugun sá ég að þetta var ég sjálfur að kíkja inn frá hliðstæðri veröld.

Athugið að hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Og endilega verið dugleg að kommenta, okkur þykir vænt um að sjá orðsendingar frá ykkur

No comments: