Monday, March 31, 2008

Frá Arndísi


Hæ amma og afi og allir hinir. Mér fannst rosa gaman að lesa skilaboðin frá ykkur.
Ég sakna ykkar mjög mikið. Mér líður vel í Danmörku og nú skil ég alla dönskuna.
Ég og Jón Óli við erum rosa lega góð við kvort við annað.
Ég er búin að eignast nokkrar vinkonur sem heita Ida Julie en maður segir Ide Júje og hún lítur út eins og Kínverji, rosa skemmtileg, svo Frida, Marie og svo náttúrulega Tara. Ég sakna ykkar mjög mjög mjög mjög mikið kveðja Arndís.

Sunday, March 30, 2008

Helgin!!



Þetta var hörku helgi hjá Akrapakkinu. Reyndar var föstudagurinn tíðinda-lítill, en Hildur og Valgerður (skiptineminn okkar) fóru í Bíó um kvöldið og ég var heima með börnin og Töru vinkonu Arndísar. Jú og ég hljóp 5 km á 26 min. Ef einhver vill vita það.
Laugardagurinn var skemmtilegur!! Snemma dags kallaði Arndís á mig full af spennu og stolti og sýndi mér að hún væri með lausa tönn. Langþráð moment hjá henni.
Tara kom um 2 til Arndísar að æfa dansverk sem er búið að vera í vinnslu í vikunni. Magnús vinur Jóns Óla kom í snemmbúna næturgistingu og stuttu síðar droppuðu Siggi og Gunnhildur við með börnin sín og ekki leið á löngu þar til Pétur og Linda birtust líka.
Hildur skellti í vöfflur og ákveðið var að borða saman sushi og spila svo fram á nótt. Arndís og Tara dreifðu miðum til viðstaddra á frumsýningu dansverksins sem fara átti fram í svefn"sal" undirritaðs. Þá hringdu fyrstu boðsgestirnir bjöllunni, Árni og Soffía foreldrar Töru og Eva systir hennar.
Svo voru sýndir 3 dansar við 3 mismunandi lög. Ótrúlega vel æft og samhæfingin nánast óaðfinnanleg. Það var mikið klappað og Arndís ánægð með athyglina.

Svo vöknuðum við í morgun klukkutíma seinna en mögulegt er því klukkunni var breytt í nótt.
Nú erum við tveimur tímum á undan klakanum.

Það er komið vor!!



Röltum okkur í Bíó í dag og fundum að það er algjörlega farið að vora.
Komið brum á trén og ný lykt í borginni. Lykt vonar og ótta og hækkandi sólar, lykt þrár, ferðalaga og sólarvarnar. Lykt sláttuvéla og grænna putta, hundaskíts og rotnandi rusls, lykt svita, andfýlu og prumps. Það glaðnar yfir öllum og svipurinn breytist. Allt lifnar við.

Wednesday, March 26, 2008

Hlaupaæði hefur gripið um sig !!!!

Við Hildur höfum bæði blásið út síðustu mánuði, samt aðallega ég vegna kyrrsetu og iðjuleysis og var kominn tími til að gera eitthvað í málunum. Allavega áður en ég hætti að sjá á mér tærnar. Lausnin var að byrja að hlaupa, og það ekkert smá. Minnst þrisvar í viku og hlaupnir eru 5 - 10 kílómetrar í hvert skipti. Ótúlegt nokk þá er bara nokkuð gaman að þeysast framhjá reykjandi aumingjum í göngutúr út í búð eftir næsta pakka, og ég með rjúkandi rokktónlist í eyrunum að hugsa um heilbrigt líferni. Gæti ekki verið betra.
Samt til að vera hreinskilinn þá hélt ég í alvöru að ég gæti ekki hlaupið lengra en 300 metra, þannig að það er líka mikilvæg kvatning að koma sjálfum sér á óvart.
Við erum búin að hlaupa í ca mánuð og stefnan er sett á að hlaupa Gorch-fock-marathonið þann 18mai. Já við fundum okkur marathon með asnalegasta nafninu, en það er í Þýskalandi nálægt dönsku landamærunum. Reyndar ætla ég að hlaupa 10 km og Hildur hálfmarathon.
Þar sem ég hef ekki stundað hreyfingu síðan ég hætti að veiða fiðrildi þá var mér ráðlagt frá því að hlaupa hálft en ég set markið á 10 kílómetra á undir 50 mínútum. Helst 45-7 mín. Shitt ég er að setja þetta á netið sem þýðir "no turning back"....

Hvað á þetta að þýða?

Hæ allir!!! Langaði bara að koma fréttum og myndum af okkur til áhugasamra.
Þar geta þeir fengið að fylgjast með framförum okkar á sviði alheimsborgara, menningarvita og tungumálafrömuða. Það er að segja ef ég nenni að halda þessu uppi í einhvern tíma.

Tuesday, March 25, 2008

Smá sýnishorn

Þetta er það sem ég er að leika mér að þegar ég hef tíma. Þetta eru allt myndir sem ég hef tekið sjálfur og síðan breitt í Photoshop.
1. Þetta eru börnin mín blönduð saman. Ætli þriðja barnið verði ekki svona útlítandi.
Hvort þeirra sjáið þið betur?

2. Hér erum við síðasta sumar undir Eyjafjöllum. Ég náði mynd af blóðrauðum himninum út um svaladyrnar á Ökrum, yfir Úlfarsfelli og bætti honum inná.




















3.Hér er svo Jón Óli á dranganum við Skarðshlíð að smita út sjarmanum og persónutöfrunum sem hann fékk í vöggugjöf. Sami rauði himininn og á mynd 2

4. Þetta er stytta í Glyptotekinu (safn) við tívolíið sem ég eignaði mér.

5. Við Hildur skruppum í búð á Enghavevej um daginn og þar var auður stór veggur með einu andliti á og við nánari athugun sá ég að þetta var ég sjálfur að kíkja inn frá hliðstæðri veröld.

Athugið að hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.
Og endilega verið dugleg að kommenta, okkur þykir vænt um að sjá orðsendingar frá ykkur