Wednesday, March 26, 2008

Hlaupaæði hefur gripið um sig !!!!

Við Hildur höfum bæði blásið út síðustu mánuði, samt aðallega ég vegna kyrrsetu og iðjuleysis og var kominn tími til að gera eitthvað í málunum. Allavega áður en ég hætti að sjá á mér tærnar. Lausnin var að byrja að hlaupa, og það ekkert smá. Minnst þrisvar í viku og hlaupnir eru 5 - 10 kílómetrar í hvert skipti. Ótúlegt nokk þá er bara nokkuð gaman að þeysast framhjá reykjandi aumingjum í göngutúr út í búð eftir næsta pakka, og ég með rjúkandi rokktónlist í eyrunum að hugsa um heilbrigt líferni. Gæti ekki verið betra.
Samt til að vera hreinskilinn þá hélt ég í alvöru að ég gæti ekki hlaupið lengra en 300 metra, þannig að það er líka mikilvæg kvatning að koma sjálfum sér á óvart.
Við erum búin að hlaupa í ca mánuð og stefnan er sett á að hlaupa Gorch-fock-marathonið þann 18mai. Já við fundum okkur marathon með asnalegasta nafninu, en það er í Þýskalandi nálægt dönsku landamærunum. Reyndar ætla ég að hlaupa 10 km og Hildur hálfmarathon.
Þar sem ég hef ekki stundað hreyfingu síðan ég hætti að veiða fiðrildi þá var mér ráðlagt frá því að hlaupa hálft en ég set markið á 10 kílómetra á undir 50 mínútum. Helst 45-7 mín. Shitt ég er að setja þetta á netið sem þýðir "no turning back"....

3 comments:

Anonymous said...

Sæll gamli gaman að þú sért að losa þig við þennan bjórkúúúút sem þú ert kominn með þegar ég sá þig síðast hélt að þú værir óléttur hehe en flottóléttur hehe annars er allt gott að frétta hérna af þrastarhöfða fólkinu biðjum að heilsa og við kíkjum og cumum á þig ;)

Anonymous said...

Hæ hó korrrríró Hjölli Hildur Arndís og Jón Óli.
Gaman að sjá ykkkur, gaman í Danmörk, lík á Íslandi.
;-)kv.matthildur

Anonymous said...

Hæ öll :-)
Gaman að geta fylgst með ykkur í gengum veraldarvefinn ;-)
Söknum ykkar svoooo mikið
Hlynur, Björk , Diljá Öap & Eyvör Eik