Sunday, June 22, 2008

Sumarfrí

Nú er staðan sú að ég er búinn í prófum og stóð ég mig vel, þar af leiðandi er ég kominn í smá sumarfrí þangað til ég fer að vinna núna á næstu dögum. Ég snapaði mér vinnu með þremur bekkjarfélögum. Við munum gera heimasíðu fyrir danskt útgáfufyrirtæki (ef allt gengur að óskum). Annars erum við með gesti um þessar mundir. Oddný og Bjarki frá Neskaupsstað eru hér með 4 af fimm börnum sínum fram á þriðjudag og í dag lendir mamma og Sara systir með börnin sín og munu þær vera hjá okkur eftir þriðjudaginn. Hér er því búið að vera svaka fjör. Strax eftir prófið datt ég í flensu og er að reyna að ignora hana eftir dag í bælinu í gær. Börnin eru í góðum gír að vanda og styttist í að þau komist í sitt skólafrí. Svo er auðvitað spenna fyrir því að hitta ömmuna sem Arndís hefur ekki hitt í slétt hálft ár. Bið að heilsa í bili og takk fyrir commentin á fyrri fæslum, alltaf gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með.

Saturday, June 14, 2008

Hmmm

Með stakri lagni hefur mér tekizt að forðast grillpartí þessa dagana. Mér finnst brunabragð vont og bragð að barbekjú-smurolíu finnst mér enn verra. Sjálfur grilla ég aldrei úti, enda er öruggara að elda innan við glugga. Svo á ég hefðbundinn grillofn. Því þarf ég hvorki útigrill né lungnabólgu. Mín reynsla er, að grillarar framleiði vondan mat fyrir sérhæfðan smekk, samkvæmt formúlunni: "Það er vont, en það venst". Matur hefur ýmiss konar bragð og hvert bragð er öðru merkara. En matur af útigrilli hefur allur sama bragð af bruna og barbekjú-smurolíu. Góður er grilllaus dagur.
Jónas

Tuesday, June 10, 2008

Loksins!!




Eftir puð og púl í Skólanum þá loksins gef ég mér tíma til að setja eitthvað inn.
Ástæðan fyrir bloggleysi mínu er mikil útivera og annir í skólanum. Ég búinn að skila síðasta verkefninu og fer í prófið 18. júní. Hér hefur verið steikjandi hiti síðustu tíu dagana og börnin eru glöð sem aldrei fyrr í blíðunni.
Jón Óli keypti sér einhjól og er búinn að ná ótrúlegum tökum á þvi og það styttist í að við getum selt hann í sirkus. Hann keypti hjólið og svo fórum við beint í bæinn að hitta Rönnu og Kitta. Þar sátum við á kaffihúsi á meðan J.Ó. æfði sig fyrir framan. Hann var fljótur að ná athygli vegfarenda og stal senunni frá hljómsveitinni sem spilaði fyrir gesti og gangandi. Í lokinn stóð einn hljóðfæraleikarinn upp og gaf honum pening. það vildi til að það var banjóspilarinn sem kom og við náðum að knýja útúr honum banjó-kennslu fyrir Jón Óla næsta haust (hann keypti sér banjó fyrir ári og við höfum leitað af kennara síðan).
Arndís er rosalega glöð því pætagogar eru í verkfalli(áfalli segir J.Ó.) sem þýðir að hún má koma beint heim eftir skóla en þarf ekki að fara í frítidshjemmið. Hún er einnig farin að berjast fyrir því að labba ein í skólann, finnst það rosa töff.
Allir hlakka rosa til að fara í skólafrí sem gerist þann 27. hjá börnunum og planið er að vera hér í sumar og taka á móti vinum og ættingjum, vinna smá eða mikið ef færi gefst og ferðast pínu. Eigum enn laus pláss í gistingu fyrir vini og skyldmenni.
Smellið á myndina til að sjá hana enormus!!