Tuesday, June 10, 2008

Loksins!!




Eftir puð og púl í Skólanum þá loksins gef ég mér tíma til að setja eitthvað inn.
Ástæðan fyrir bloggleysi mínu er mikil útivera og annir í skólanum. Ég búinn að skila síðasta verkefninu og fer í prófið 18. júní. Hér hefur verið steikjandi hiti síðustu tíu dagana og börnin eru glöð sem aldrei fyrr í blíðunni.
Jón Óli keypti sér einhjól og er búinn að ná ótrúlegum tökum á þvi og það styttist í að við getum selt hann í sirkus. Hann keypti hjólið og svo fórum við beint í bæinn að hitta Rönnu og Kitta. Þar sátum við á kaffihúsi á meðan J.Ó. æfði sig fyrir framan. Hann var fljótur að ná athygli vegfarenda og stal senunni frá hljómsveitinni sem spilaði fyrir gesti og gangandi. Í lokinn stóð einn hljóðfæraleikarinn upp og gaf honum pening. það vildi til að það var banjóspilarinn sem kom og við náðum að knýja útúr honum banjó-kennslu fyrir Jón Óla næsta haust (hann keypti sér banjó fyrir ári og við höfum leitað af kennara síðan).
Arndís er rosalega glöð því pætagogar eru í verkfalli(áfalli segir J.Ó.) sem þýðir að hún má koma beint heim eftir skóla en þarf ekki að fara í frítidshjemmið. Hún er einnig farin að berjast fyrir því að labba ein í skólann, finnst það rosa töff.
Allir hlakka rosa til að fara í skólafrí sem gerist þann 27. hjá börnunum og planið er að vera hér í sumar og taka á móti vinum og ættingjum, vinna smá eða mikið ef færi gefst og ferðast pínu. Eigum enn laus pláss í gistingu fyrir vini og skyldmenni.
Smellið á myndina til að sjá hana enormus!!

5 comments:

Anonymous said...

Hæ gaman að fá loksins blogg - frábært að heyra gríslingana tala dönsku en hafði ekki síður gaman af að heyra hláturinn hennar Hildar á bak við :-) Love Björk

Anonymous said...

Það er greinilega stuð hjá ykkur og djöfull er krakkarnir orðnir góðir í dönskunni....þyrftir eiginlega að skella texta á þetta fyrir mig.

Kv Óli

Anonymous said...

Hæ elskurnar
Frábærar nýju myndirnar ykkur, þið eruð greinilega að njóta lífsins þarna úti ;-) Bara dásamlegt að heyra Jón Óla og Arndísi tala dönsku, bara sætt....já og ég segi það sama og Björk...frábært að heyra hláturinn í Hildi þarna bak við.
knús úr Blómvanginum

Anonymous said...

hahahha
Þessi börn eru dásamleg, ég skildi nú ekki mikið en mikið djöf....var þetta flott. Gaman að sjá loksins "hreyfingu" á síðunni:-)
knús GoGo

Anonymous said...

Hei hvaða dönsku krakkar eru þetta, alveg eins og Jón Óli og Arndís. Svei mér þá ég hefði sko haldið að þetta væru Danir. Gaman hvað það er gaman hjá ykkur
Knús mamma amma og tengdó :-)