Tuesday, May 20, 2008

Gorch fockarar komnir til baka


Þið sem þekkið mig ættuð að vera jafn surprised og ég sjálfur. Við sem sagt ferðuðumst 1600 kílómetra til Wilhelmshaven og til baka til þess eins að hlaupa. En ferðin var vel þess virði. Ég hljóp mína 10 km og lenti í 13. sæti í mínum gáfnaflokki og Hildur gerði okkur öll kjaftstopp og kláraði sína 21 kílómeter með stæl ásamt henni Binnu, vinkonu sinni. Við vorum ótrúlega stolt af henni en hún á nú pantað í hnjáskiptiaðgerð í LA þann 34 júní.
Félagskapurinn var skemmtilegur og borgirnar Hamburg, Wilhelmshaven og Legoland frábærar. Billund er skítaplace. Í sveitaborginni Wilhelmshaven hitti ég tvífara minn. Hann er nákvæmlega eins og ég í útliti, bara 20 sentimetrum lægri, snoðaður með skegg og ferlega líkur Magna.

Smellið á myndina til að sjá hana riiiisastóra.
Takið eftir bolunum sem við Árni erum í.. Ég hannaði og málaði á hans bol og hann gerði minn. Bolurinn hans er með brjóstmynd af honum sjálfum sem ég stenslaði á bolinn og undir stendur "Mugshot". Mug er nafnið á hljómsveitinni hans og mugshot þýðir brjóstmynd. Á bolnum sem ég er í stendur "Mein haar ist auf meine kugeln" sem gæti þýtt, allt mitt hár er á kúlunum mínum.

Nú er næsta markmið komið á blað...hálft maraþon í haust...hvað segið þið um það? Jón Óli sagði við mig að mamma sín væri miklu meiri nagli en ég, svo ég verð að passa upp á álitið og skella mér sem allra fyrst í 21 km.
Góðar stundir og myndir af börnunum koma fljótt.

Wednesday, May 14, 2008

Gorch Fock nálgast

Ég mynni áhugasama á að næstu helgi munum við hlaupa í virtu kapphlaupi erlendis....
Þetta verður skemmtileg ferð. Við tökum á móti Binnu, Ödda og co á fimmtudagskvöldið og leggjum svo í hann morguninn eftir. Við förum keyrandi á þremur bílum enda þrjár fjölskyldur á ferð, við, B&Ö&co og svo Árni, Soffía og dætur. Fyrsta stopp eftir ca 4 tíma verður í Hamborg, þar verður gist og svo haldið áfram til Wilhelmshaven. Þar munum við gista svo hlaupa og vinna, fá gorch fock bol í verðlaun og bruna svo til Billund. Við Billund er staðsettur skemmtigarður að nafni Legoland og þar fáum við hlaupagarparnir að skella okkur í þeysireið á vélknúnum apparötum. í Billund gistum við og morguninn eftir verður brunað heim. Þetta er planið fyrir helgina. Ég vil að lokum vekja athygli á áheitasöfnun minni undir yfirskriptinni "Hjurlef løber som en mug" hafið samband við Danskebank og leggið góðu málefni lið. Við þiggjum kvatningarorð í kommentin. Góðar stundir

Wednesday, May 7, 2008

Danskan



Ég er glataður í dönsku, það skilur mig enginn og ég skil fátt. Ég skil ekki einu sinni börnin mín þegar þau tala dönsku. Ég skildi samt alltaf dönskukennarana mína í skóla, með sinn íslenska hreim. En það er allt í lagi því Danir skilja varla hvorn annan. þeir bulla bara og í rauninni er danska ekki til sem tungumál. myndbandið sýnir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.

Monday, May 5, 2008

Eitt enn!!


Mér finnst svo gaman að heyra börnin mín tala dönsku og ef þið hlustið vel þá heyrið þið Jón Óla spjalla smá við þennan pilt. Ég fór á foreldrafund um daginn og þar sögðu kennararnir að hann hefði náð ótrúlegu valdi á dönskunni og að þær gleymdu oft að hann kæmi frá öðru landi.

Glæfrabörn






Fórum um helgina í skatepark uppi í Nørrebro, Þar fengu börnin að æfa samhæfingu milli líkamshluta. Eftir að heim var komið skelltu þau sér í flugnámskeið úr rólu. Allir sluppu ómeiddir og sælir. Smellið á stökkmyndina þá mun hún stækka uppúr öllu valdi og endilega horfið á myndbandið. Góðar stundir