Wednesday, May 14, 2008

Gorch Fock nálgast

Ég mynni áhugasama á að næstu helgi munum við hlaupa í virtu kapphlaupi erlendis....
Þetta verður skemmtileg ferð. Við tökum á móti Binnu, Ödda og co á fimmtudagskvöldið og leggjum svo í hann morguninn eftir. Við förum keyrandi á þremur bílum enda þrjár fjölskyldur á ferð, við, B&Ö&co og svo Árni, Soffía og dætur. Fyrsta stopp eftir ca 4 tíma verður í Hamborg, þar verður gist og svo haldið áfram til Wilhelmshaven. Þar munum við gista svo hlaupa og vinna, fá gorch fock bol í verðlaun og bruna svo til Billund. Við Billund er staðsettur skemmtigarður að nafni Legoland og þar fáum við hlaupagarparnir að skella okkur í þeysireið á vélknúnum apparötum. í Billund gistum við og morguninn eftir verður brunað heim. Þetta er planið fyrir helgina. Ég vil að lokum vekja athygli á áheitasöfnun minni undir yfirskriptinni "Hjurlef løber som en mug" hafið samband við Danskebank og leggið góðu málefni lið. Við þiggjum kvatningarorð í kommentin. Góðar stundir

2 comments:

Anonymous said...

vá - þetta kalla ég sekmmtilega helgi framundan :-) Vildi að ég væri í klappliðinu ykkar-sakna ykkar svvoooo mikið - LOVE Björk og co.

krumma said...

ég mæli með að hildur verði fyrir framan þig hjölli minn því þá virkar rassinn á henni sem svona gulrót, ég ætlast til að þið vinnið þetta...djóklaust