Sunday, April 27, 2008

Gaman á ný



Jæja,, við Arndís höfum endurheimt jafnvægisstaðal fjölskyldunnar. Hildur og Jón óli eru loksins komin heim. Eyddum deginum útivið í 20 stiga hita og nutum samverunnar. Engar myndir frá endurfundunum, bara smá götulist og Arndís, Tara og önd í garðinum í gær. þá voru bara 16 stig. Stutt nú meira seinna.
P.S Til hamingju með afmælið Eva systir. Vonandi áttirðu góðan afmælisdag.

Saturday, April 19, 2008

Arndís og Pim


Arndís og nýja vinkonan Pim í rosa stuði. Ég varð að stökkva til og ná í cameru, þær voru kostuglegar fyrir framan sjónvarpið. Pim er dóttir veitingastaðar eiganda hér á horninu. Við sjáum henni oft bregða fyrir bak við afgreiðsluborðið eða úti í garði. Foreldrar hennar vinna langt fram á kvöld og hún er með þeim alla daga. Arndís hitti hana úti í garði í gær og mæltu þær sér mót svo aftur í dag. Móðir henna er frá Taílandi og pabbinn frá íran. Hún talar fimm tungumál og er voða hress og skemmtileg.
Föstudagurinn var danskur frídagur og var Arndísi boðið í afmæli til Idu Julie klukkan tíu um morguninn til eitt um daginn. Frábær tími til að halda afmæli, slítur ekki í sundur daginn nýtir morguninn vel. Arndís vaknaði snemma og byrjaði að hafa sig til, vakti mig svo klukkan hálf níu og bað mig um að setja í sig eyrnalokka, "ég er búinn að sótthreinsa þá" sagði hún bara.
Helgin hefur annars verið frekar viðburðarlítil, bara sól og blíða og fólk er farið að eyða meiri tíma utandyra.
Munið að setja nafnið ykkar í komment svo ég viti að einhver sé að skoða þetta,

Mjög hjálplegt kennslumyndband í DISCO-dansi frá frændum vorum Finnum



Ég er búinn að vera að fikta við Discodans og hef stuðst við þetta til að ná réttu sporunum.
Veit einhver hvaða lag þetta er sem spilast í lokinn? Takið eftir danssporinu hjá kallinum undir lok myndbandsins, ég sé ekki betur en að það haupi í hann einhver spasmi....

Tuesday, April 15, 2008

Glatt á hjalla, kallinn að fá skalla.


Rakst á þessa áðan og varð að deila henni með ykkur. Hún sýnir systkinakærleik og sprell um borð í Norrænu í fyrrasumar. Held að sjóveikisplásturinn hafi haft þessi áhrif, nema kannski að Arndís sé að verða þröngsýn!!

Monday, April 14, 2008

Svanur Svansson


Ég hef heyrt að ef þú hittir fullorðinn svan einan á ferð þá hafi hann misst sína ektafrú. Svanir velja sér einn maka yfir æfina og ef annað fellur frá þá dúsi hann í einsemd það sem eftir er.
Við fórum í gær að fallegu vatni sem heitir Furesø og liggur við Værløse. Þar kom að ótrúlega fallegur svanur sem sýndi okkur mikla athygli. Ég náði af honum nokkrum myndum þar sem hann svamlaði í kringum bryggjuna sem við stóðum á.
Eftir að heim var komið langaði mig að athuga hvort ég gæti fært honum svanessuna sína aftur og hér sjáið þið afraksturinn.

Sunday, April 13, 2008

Myndir frá helginni






Myndir af mæðginum, ungri fallegri snót, gestgjöfum, fallegri frú við málverk og kalli í sól. Smellið á myndir til að sjá stærri. Góðar stundir.

Nýjar Myndir






Myndir af tattoveraðri skjaldpöddu, flottum svan sem ég hitti í dag og fjöruferð okkar Arndísar,
Árna og dætrum hans Töru og Evu. Fleiri myndir koma fljótt.
Munið að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.

Saturday, April 12, 2008

Grasekkillinn og dóttir hans


Var rétt í þessu að kveðja Hildi og Jón Óla, vona að þau muni hafa það gott á heimavelli.
Eins og segir í færslunni hér á undan þá fórum við í afmælismatarboð til Árna og Soffíu í gær.
Við Arndís fórum snemma til að taka þátt í undirbúningnum á meðan Jón Óli var hjá vini sínum honum Andreas og Hildur heima að læra og hvað haldiði??

Ég lenti í því að læra að búa til heimatilbúið sushi. Við suðum sérstök sushigrjón og gerðum svo allskonar brellur svo að þau myndu klístrast saman. Svo var tekið sölblað og bleytt lítillega, næst komu hrísgrjónin klístruðu og þar ofaná ýmist tuna, lax, krabbi, gúrka, jarðaber, mango og guakamolí.
Svo var þessu rúllað upp á sérstakri mottu, skorið og raðað upp af mikilli nákvæmni. Á meðan við Árni stóðum í þessu var Soffía að elda kjúklingabringur á priki(sticks), og ekki lítið af honum.
Þegar við loks settumst við borðið sáum við að þetta væri í raun nóg til að fæða heila fermingarveislu. Þannig að nú erum við Arndís að fara aftur til að hjálpa til við að klára að éta öll ósköpin áður en þetta skemmist.
Þetta lukkðist ótrúlega vel og þakka ég Árna og frú fyrir okkur.
P.S. nú er prófarkalesarinn minn farinn úr landi þannig að beðist er velvirðingar á villum ef nokkrar eru.

Friday, April 11, 2008

SKJALDPÖDDUR
















Hér er allt morandi í skjaldpöddum. Reyndar í búri og bara tvær , en skjaldpöddur eru það.
Krakkarnir glaðir með nýju meðlimina. Það er í rauninni voða gaman að fylgjast með þeim svamla um í búrinu og fylgast með öllu sem gerist í kring. Á íslensku köllum við þær skjaldbökur og það er erfitt að ná af þeim almennilegri mynd. Þær virðast stjórna focusinum á myndavélinni minni.
Við Jón Óli skruppum í bæinn um daginn og duttum inn í þessa búð, sem seldi "EKTA" brynjur og hjálma fyrir börn og fullorðna og J.Ó hélt að hann hefði fundið himnaríki á jörð. Bað afgreiðslumanninn um að ættleiða sig og pappírsvinnan er á lokastigi.
Á morgun, laugardag, fara Hildur og J.Ó heim í viku heimsókn. Ég og Arndís ætlum að hafa það notalegt á meðan hér í vorinu.
Arndís fékk pakka í pósti frá ömmu Sigrúnu í gær, innihaldið var sérprjónaðar legghlífar og vesti sem féll í góðan jarðveg hjá tískulöggunni A.
Af mér er það að frétta að ég stend mig enn vel í reykbindindindindindinu og er hættur á reykbindindindislyfinu sökum óþolandi aukaverkana s.s. svefnhöfgi og gelgjuþrymlar, minnkað snertiskyn og blæðandi gómur.
Fór á tónleika í gær með hljómsveit sem heitir Blonde Redhead og þótti mér það afar hressandi og í kvöld förum við í 33ára afmælismatarboð hjá honum Árna vini okkar í næstahúsi og konu hans og börnum. Þar er planið að taka í spil.
Nú er hlaupaprogrammið okkar rúmlega hálfnað og samt er ég enn að þyngjast. Hvað er málið!!
Ég er kominn óþægilega nálægt 0,1 tonni.
Kveð að sinni og munið að kommenta með nafni, því það er svo gaman.