Saturday, April 12, 2008

Grasekkillinn og dóttir hans


Var rétt í þessu að kveðja Hildi og Jón Óla, vona að þau muni hafa það gott á heimavelli.
Eins og segir í færslunni hér á undan þá fórum við í afmælismatarboð til Árna og Soffíu í gær.
Við Arndís fórum snemma til að taka þátt í undirbúningnum á meðan Jón Óli var hjá vini sínum honum Andreas og Hildur heima að læra og hvað haldiði??

Ég lenti í því að læra að búa til heimatilbúið sushi. Við suðum sérstök sushigrjón og gerðum svo allskonar brellur svo að þau myndu klístrast saman. Svo var tekið sölblað og bleytt lítillega, næst komu hrísgrjónin klístruðu og þar ofaná ýmist tuna, lax, krabbi, gúrka, jarðaber, mango og guakamolí.
Svo var þessu rúllað upp á sérstakri mottu, skorið og raðað upp af mikilli nákvæmni. Á meðan við Árni stóðum í þessu var Soffía að elda kjúklingabringur á priki(sticks), og ekki lítið af honum.
Þegar við loks settumst við borðið sáum við að þetta væri í raun nóg til að fæða heila fermingarveislu. Þannig að nú erum við Arndís að fara aftur til að hjálpa til við að klára að éta öll ósköpin áður en þetta skemmist.
Þetta lukkðist ótrúlega vel og þakka ég Árna og frú fyrir okkur.
P.S. nú er prófarkalesarinn minn farinn úr landi þannig að beðist er velvirðingar á villum ef nokkrar eru.

1 comment:

Hjölli og Hildur said...

Hæ sætu,nú erum við Jón óli bara í snjó og veseni en samt bara fínt. Mér sýnist þetta bara vera þokkalega vel skrifað, Hjölli.

Sakna ykkar, kveðja frá mömmu og Jóni Óla