Sunday, June 22, 2008

Sumarfrí

Nú er staðan sú að ég er búinn í prófum og stóð ég mig vel, þar af leiðandi er ég kominn í smá sumarfrí þangað til ég fer að vinna núna á næstu dögum. Ég snapaði mér vinnu með þremur bekkjarfélögum. Við munum gera heimasíðu fyrir danskt útgáfufyrirtæki (ef allt gengur að óskum). Annars erum við með gesti um þessar mundir. Oddný og Bjarki frá Neskaupsstað eru hér með 4 af fimm börnum sínum fram á þriðjudag og í dag lendir mamma og Sara systir með börnin sín og munu þær vera hjá okkur eftir þriðjudaginn. Hér er því búið að vera svaka fjör. Strax eftir prófið datt ég í flensu og er að reyna að ignora hana eftir dag í bælinu í gær. Börnin eru í góðum gír að vanda og styttist í að þau komist í sitt skólafrí. Svo er auðvitað spenna fyrir því að hitta ömmuna sem Arndís hefur ekki hitt í slétt hálft ár. Bið að heilsa í bili og takk fyrir commentin á fyrri fæslum, alltaf gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með.

1 comment:

Anonymous said...

Hejalla i hopan!
skemmtilegar myndir og brandararar og gaman að sjá hvað þið lifið nú innihaldsríku lífi, jafnvel merkingarfullu á dönsku, miðað við hvað danskan er hætt komin, sennilega stendur hún álíka illa og íslenska krónan um þessar mundir. En við sendum kveðju úr Hænuvíkinni, þar sem miðnætursólin er að gera alla geðveika og svefnlausa. Hlökkum til að sjá ykkur, guð veit hvenær!Eva.