Thursday, July 10, 2008

Við höfum það fínt...........



Fararstjórinn sagði að þetta væri hættulaust. Hún yrði bara að passa sig að detta ekki.
Annars er maður annaðhvort að njóta sólarinnar eða vinna eða taka á móti gestum sem nóg er af.
Þannig að það gefst ákaflega lítill tími til að blogga. Erum nýbúin að kveðja mömmu, (sem var voða gott að sjá) og Ástríði vinkonu Arndísar sem kom ein og var hjá okkur í viku við mikinn fögnuð þeirra beggja. Hún var ótrúlega dugleg að koma, vera og missa sína fyrstu tönn hér hjá okkur. Engin vandræði og ótrúlega stillt dama. Svo erum við að fara að taka á móti Söru sys og hennar föruneyti í tvo daga og degi eftir að við kveðjum þau koma Dóri, Harpa og litli kúturinn þeirra Víglundur Hinrik sem ég, bæ ðe vei hef ekki hitt í eigin persónu enn. Gaman hjá okkur.
Jón Óli er með hjólabrettabakteríu á háu stigi og við lögðum hann inn á stofnun sem heitir Copenhagen Skatepark, þeir taka víst á móti svona keisum.
Arndís er söm við sig teiknar eins og herforingi með listamannsgáfu og leikur og les fyrir utan að greiða sér á hverjum morgni helst áður en hún pissar. Hennar kvalití tími er með mömmu sinni í H&M.
Hildur er komin með ofur heyrn á hægra eyra eftir að hafa þjálfað sig með símanum í nokkra tíma á dag, svo er hún líka mjög dugleg að hlaupa og svo vigtar hún oní sig matinn... Hvað er það??
Ég reyki eins og atvinnumaður í þeirri grein og þjálfa upp hugann með því að hugsa um allt sem skiptir ekki máli. Þess á milli nýt ég þess að búa hér, sem og við öll.
Góðar stundir.

4 comments:

Anonymous said...

Sakna ykkar kjútípæjin mín!!!

kv.VALA (stóra)

Anonymous said...

Hæ við erum hérna hjón með 4 yndisleg og lífleg börn á leiðinni til Köben í svona 3 vikur ásamt tengdó og foreldrum þeirra. Fréttum af svo góðri aðstöðu hjá ykkur því við tölum bara íslensku en langar að skoða og kynnast svo mörgu. Lendum 4.ágúst kl 18.15 og hlökkum rosa til að hitta ykkur.
Kveðja Bryndís og family

Anonymous said...

Elsku Hjölli og þið, Matthildur er stanslaust að biðja mig um að panta miða til ykkar, svo ég er að hugsa um að kýla á það og mæta bara í næstu viku? Ok? Djókei. Ég læt þetta ekki eftir henni í þetta skipti, en er í alvöru að kíkja á skóla þarna í nágrenninu. Látið mig endilega vita ef það losnar íbúð í blokkinni. Bestu kveðjur,
eva.

Anonymous said...

Takk fyrir yndislegar móttökur í kæru vinir - Björk - Hlynur - Diljá Öap & Eyvör Eik