

Röltum okkur í Bíó í dag og fundum að það er algjörlega farið að vora.
Komið brum á trén og ný lykt í borginni. Lykt vonar og ótta og hækkandi sólar, lykt þrár, ferðalaga og sólarvarnar. Lykt sláttuvéla og grænna putta, hundaskíts og rotnandi rusls, lykt svita, andfýlu og prumps. Það glaðnar yfir öllum og svipurinn breytist. Allt lifnar við.
No comments:
Post a Comment