Friday, April 11, 2008
SKJALDPÖDDUR
Hér er allt morandi í skjaldpöddum. Reyndar í búri og bara tvær , en skjaldpöddur eru það.
Krakkarnir glaðir með nýju meðlimina. Það er í rauninni voða gaman að fylgjast með þeim svamla um í búrinu og fylgast með öllu sem gerist í kring. Á íslensku köllum við þær skjaldbökur og það er erfitt að ná af þeim almennilegri mynd. Þær virðast stjórna focusinum á myndavélinni minni.
Við Jón Óli skruppum í bæinn um daginn og duttum inn í þessa búð, sem seldi "EKTA" brynjur og hjálma fyrir börn og fullorðna og J.Ó hélt að hann hefði fundið himnaríki á jörð. Bað afgreiðslumanninn um að ættleiða sig og pappírsvinnan er á lokastigi.
Á morgun, laugardag, fara Hildur og J.Ó heim í viku heimsókn. Ég og Arndís ætlum að hafa það notalegt á meðan hér í vorinu.
Arndís fékk pakka í pósti frá ömmu Sigrúnu í gær, innihaldið var sérprjónaðar legghlífar og vesti sem féll í góðan jarðveg hjá tískulöggunni A.
Af mér er það að frétta að ég stend mig enn vel í reykbindindindindindinu og er hættur á reykbindindindislyfinu sökum óþolandi aukaverkana s.s. svefnhöfgi og gelgjuþrymlar, minnkað snertiskyn og blæðandi gómur.
Fór á tónleika í gær með hljómsveit sem heitir Blonde Redhead og þótti mér það afar hressandi og í kvöld förum við í 33ára afmælismatarboð hjá honum Árna vini okkar í næstahúsi og konu hans og börnum. Þar er planið að taka í spil.
Nú er hlaupaprogrammið okkar rúmlega hálfnað og samt er ég enn að þyngjast. Hvað er málið!!
Ég er kominn óþægilega nálægt 0,1 tonni.
Kveð að sinni og munið að kommenta með nafni, því það er svo gaman.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæ - gaman að sjá blogg eftir viku bloggfrí hjá þér kallinn minn !!! Gaman að lesa bloggið þitt - var búinn "gleyma" hvað þú ert alltaf ferlega fyndin - eða er ég bara svona mikil gelgja ?? Hlakka til að koma í sumar og hlæja af öllu sem þú segir :-) bkv. Björk
Þetta er nú skemmtilegt og við Vala erum búnar að vera heillengi að skoða síðurnar sem eru orðnar svo margar. Frábær ferð hjá ykkur í gær og greinilega eitthvað hlýrra hjá ykkur en hér í snjónum. Hjölli minn þetta með kílóin þín, það er nú allt í lagi fyrir þig að prófa einu sinni að hafa smá aukakíló utan á þér, nógu mikið reyndi ég hér einu sinni að fita þig og ekkert gekk. Svo bara jafnar þetta sig allt samaan.
Saknaðarkveðjur frá mömmu
Post a Comment