
Þið sem þekkið mig ættuð að vera jafn surprised og ég sjálfur. Við sem sagt ferðuðumst 1600 kílómetra til Wilhelmshaven og til baka til þess eins að hlaupa. En ferðin var vel þess virði. Ég hljóp mína 10 km og lenti í 13. sæti í mínum gáfnaflokki og Hildur gerði okkur öll kjaftstopp og kláraði sína 21 kílómeter með stæl ásamt henni Binnu, vinkonu sinni. Við vorum ótrúlega stolt af henni en hún á nú pantað í hnjáskiptiaðgerð í LA þann 34 júní.
Félagskapurinn var skemmtilegur og borgirnar Hamburg, Wilhelmshaven og Legoland frábærar. Billund er skítaplace. Í sveitaborginni Wilhelmshaven hitti ég tvífara minn. Hann er nákvæmlega eins og ég í útliti, bara 20 sentimetrum lægri, snoðaður með skegg og ferlega líkur Magna.
Smellið á myndina til að sjá hana riiiisastóra.
Takið eftir bolunum sem við Árni erum í.. Ég hannaði og málaði á hans bol og hann gerði minn. Bolurinn hans er með brjóstmynd af honum sjálfum sem ég stenslaði á bolinn og undir stendur "Mugshot". Mug er nafnið á hljómsveitinni hans og mugshot þýðir brjóstmynd. Á bolnum sem ég er í stendur "Mein haar ist auf meine kugeln" sem gæti þýtt, allt mitt hár er á kúlunum mínum.
Nú er næsta markmið komið á blað...hálft maraþon í haust...hvað segið þið um það? Jón Óli sagði við mig að mamma sín væri miklu meiri nagli en ég, svo ég verð að passa upp á álitið og skella mér sem allra fyrst í 21 km.
Góðar stundir og myndir af börnunum koma fljótt.