Monday, April 14, 2008

Svanur Svansson


Ég hef heyrt að ef þú hittir fullorðinn svan einan á ferð þá hafi hann misst sína ektafrú. Svanir velja sér einn maka yfir æfina og ef annað fellur frá þá dúsi hann í einsemd það sem eftir er.
Við fórum í gær að fallegu vatni sem heitir Furesø og liggur við Værløse. Þar kom að ótrúlega fallegur svanur sem sýndi okkur mikla athygli. Ég náði af honum nokkrum myndum þar sem hann svamlaði í kringum bryggjuna sem við stóðum á.
Eftir að heim var komið langaði mig að athuga hvort ég gæti fært honum svanessuna sína aftur og hér sjáið þið afraksturinn.

3 comments:

Hjölli og Hildur said...

Voðalega ertu þú flinkur maður...það væri nú fínt að geta fengið á mynd það sem manni vantar... ;)

doriv said...

Já, sælllll. Ég er alveg dolfallinn yfir þessum svanaupplýsingum og myndinni sem ég er ekki alveg að kaupa..... ertu kannski með 18.000 pixla cameru. Upplýsingarnar eru klár nóbelsverðlaunatilnefning fyrir almennan fróðleik..... Vaxandi skemmtileg síða hjá ykkur. Keep on.
Bestu kveðjur, Digglerinn

Hjölli og Hildur said...

cameran er PENTAX k10D 10megapixel, myndin af svaninum einum er ekkert fixuð.
Þakka hólið gamli vinur og gaman að sjá þig hér.
Bið að heilsa Halldórssyni og mömmu hans.