Saturday, April 19, 2008
Arndís og Pim
Arndís og nýja vinkonan Pim í rosa stuði. Ég varð að stökkva til og ná í cameru, þær voru kostuglegar fyrir framan sjónvarpið. Pim er dóttir veitingastaðar eiganda hér á horninu. Við sjáum henni oft bregða fyrir bak við afgreiðsluborðið eða úti í garði. Foreldrar hennar vinna langt fram á kvöld og hún er með þeim alla daga. Arndís hitti hana úti í garði í gær og mæltu þær sér mót svo aftur í dag. Móðir henna er frá Taílandi og pabbinn frá íran. Hún talar fimm tungumál og er voða hress og skemmtileg.
Föstudagurinn var danskur frídagur og var Arndísi boðið í afmæli til Idu Julie klukkan tíu um morguninn til eitt um daginn. Frábær tími til að halda afmæli, slítur ekki í sundur daginn nýtir morguninn vel. Arndís vaknaði snemma og byrjaði að hafa sig til, vakti mig svo klukkan hálf níu og bað mig um að setja í sig eyrnalokka, "ég er búinn að sótthreinsa þá" sagði hún bara.
Helgin hefur annars verið frekar viðburðarlítil, bara sól og blíða og fólk er farið að eyða meiri tíma utandyra.
Munið að setja nafnið ykkar í komment svo ég viti að einhver sé að skoða þetta,
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Sael þarna úti það er aldeilis stuðið á heimasætunni. Flottur dans og sungið á ensku.
Gaman að ná þessu á filmu eða hvað það er nú sem það er kallað í dag.
Biðjum öll að heilsa.
Afi, amma, Sigrún, Hildur og Jón Óli.
hehe verður eins og mamma sín þessi elska:-) langaði bara að kvitta fyrir okkur en við kíktum reglulega á síðuna ykkar svo haldið áfram að skrifa:-) kveðja Helena ,Rúnar og dætur.
Þetta er sko bara yndisleg heimasæta :-) svoo mikið krútt . bkv. Björk og co !
Hæ hó
Mikið er nú gaman að geta fylgst aðeins með Akrabændunum í útlöndunum. Við Blómvangsbændur eigum eftir að fylgjast vel með.
Arndís flott, bara yndisleg. Jón Óli er líka flottastur en við fengum bara að sjá hann "live" í gær, ekki leiðinlegt.
Kær kveðja í Danaveldi
Kristín, Gústi og Matthildur
Gaman að sjá að allt gengur vel í baunalandinu:-)
Gaman að sjá allar myndirnar af ykkur og ég er búinn að lesa allt bloggið ykkur, voða gaman. Og Hjölli stattu þig í hlaupinu:-) Við tökum eitthvert árið saman Barðsneshlaup hér um Versló (einungis um 42 km. held ég).
Aldrei að vita nema maður droppi við í Köben í sumar.
Knús og kram til allra.
Hin eina sanna
Gógó
hæ,
er arndís búin að fá nýa vinkonu
matthildur
Hlakka til að fá ykkru aftur til Köben. Saknaðarkveðjur
Linda +1
Vá hvað maður er nú mikið krútt og svona gjörsamlega ómeðvitaður um að vera í upptöku. Eitthvað kannast maður líka við þessa takta og sveiflur.
Knús til ykkar allra :)
Kveðja Harpa, Dóri og litli Pjakkur
Hildur Bærings var að skoða, svaka gaman að fylgjast með
Post a Comment